Hann segir að gera megi ráð fyrir að unnt verði að skipuleggja sérstök úrræði t.d. utan hefðbundins skólatíma á daginn, „en ennþá hefur ekkert verið haft samband við okkur vegna þessa," segir hann. „Margir þeir nemendur sem fengu ekki inngöngu í skólann sl. haust og í janúar hafa fengið sín tækifæri en hafa ekki nýtt sér þau og þess vegna hætt námi," segir skólameistari. Vissulega segir hann að skólarnir þyrftu að geta komið til móts við þessa einstaklinga þannig að þeir ættu þess kost að búa sig betur undir þátttöku í atvinnulífinu þó svo að hefðbundið námsframboð skólanna henti þeim ekki. „Til þess að svo megi verða þurfa skólarnir stuðning bæði yfirvalda og atvinnulífsins. Við væntum þess að innan skamms verði þetta málefni tekið til vandlegrar íhugunar."