Tæplega 70 manns útskrifuðust frá Sjúkraflutningaskólanum

Alls voru 68 nemendur útskrifaðir frá Sjúkraflutningaskólanum á Akureyri á dögunum. Þar af voru 39 manns sem útskrifuðust sem sjúkraflutningamenn eftir að hafa lokið grunnnámskeiði í sjúkraflutningum, 17 nemendur sem lokið hafa Neyðarflutninganámskeiði og 12 nemendur sem lokið hafa Vettvangshjálparnámskeiði. Alls sátu 292 nemendur námskeið við skólann í vetur.

Hildigunnur Svavarsdóttir, skólastjóri, segir útskriftarnemendur heldur færri ár miðað við árið í fyrra, en þó sé stöðugur áhugi fyrir skólanum. „Það eru örlítið færri sem útskrifast núna en engu að síður er mikil ásókn í skólann hjá okkur og ekkert minni en hefur verið. Landslagið er aðeins breytt, fólk er farið að sækja meira inn til okkar af eigin áhuga sem er skemmtilegt,” segir Hildigunnur.

Nýjast