Sýning Freyvangsleikhússins valin sú athyglisverðasta

Sýning Freyvangsleikhússins um Góða Dátann Svejk, hefur verið valin athyglisverðasta áhugaleiksýningin á landinu á þessu leikári. Af því tilefni er Freyvangsleikhúsinu boðið að setja sýninguna upp í Þjóðleikhúsinu í lok þessa mánaðar. Þetta er í fjórða sinn sem sýning frá Freyvangsleikhúsinu verður fyrir valinu.  

Sýningum á Góða Dátanum Svejk er nú lokið í Freyvangi og var síðasta sýningin um helgina. Alls taka 22 leikarar þátt í sýningunni og fara með þau 70-80 hlutverk sem eru í leikritinu.

Nýjast