Sveitarstjórnarmenn ætla að fjölmenna í Hof á föstudagskvöld

Lið Akureyrar og Norðurþings etja kappi í útslitaviðureign Útsvars veturinn 2010-2011 nk. föstudagskvöld í beinni útsendingu frá Hofi. Búast má við tvísýnni og spennandi keppni og að húsfyllir verði í Hofi. Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðið sveitarstjórn Norðurþings í Hof og samkvæmt því sem Vikudagur kemst næst, ætla Þingeyingarnar að fjölmenna til Akureyrar.  

Til að tryggja sér sæti í salnum þarf að nálgast miða á morgun fimmtudag kl. 13 í miðasölu Hofs eða í Norðurþings stjórnsýsluhúsinu á Húsavík. Takmarkað magn af miðum er í boði. Hver einstaklingur getur nálgast fjóra miða og börn þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Salurinn opnar kl. 19:30 og útsendingin hefst kl. 20:10. Annars eru allir velkomnir í Hof á föstudagskvöldið til þess að taka þátt í þessum stórskemmtilega viðburði. Þættinum verður einnig varpað á risatjaldi í minni sal Hofs þannig að það má gera ráð fyrir mikilli stemningu í húsinu.

Nýjast