Sveitamarkaður í Eyjafjarðar- sveit á sunnudögum

Efnt er til Sumardags á sveitamarkaði í Eyjafjarðarsveit í fimmta sinn nú í sumar.  Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar við Hrafnagil og þar er boðinn til sölu fjölbreyttur varningur sem bæði gleður munn og maga svo sem brauð og bökur, sultur og saftir auk þess margskonar handverk, sem og blóm og jurtir.   

Þá geta gestir haft það notalegt á markaðnum yfir rjúkandi kakóbolla og heitum vöfflum með glænýrri rababarasultu. Samstarfshópurinn Fimmgangur heldur utan um Sveitamarkaðinn og leggur mikið upp úr að varningurinn sem boðinn er sé heimaunnin eða falli vel að umhverfinu og sveitalífinu. Sveitamarkaðurinn er opin alla sunnudaga  frá kl. 11 til 17 og verður sá síðasti 15. ágúst.

Nýjast