Sveinbjörn valinn bestur hjá Akureyri

Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson var valinn besti leikmaður Akureyrar Handboltafélags fyrir nýafstaðinn vetur á lokahófi félagsins sl. laugardag.

Valið kemur fáum á óvart enda átti Sveinbjörn hreint magnað tímabil og átti stóran þátt í því að lið Akureyrar varð deildarmeistari og keppti til úrslita um Íslands-og bikarmeistaratitilinn. Sveinbjörn hefur einnig verið að stimpla sig inn í landsliðið í vetur.

Guðmundur Hólmar Helgason var valinn efnilegasti leikmaðurinn, Bjarni Fritzson besti sóknarmaðurinn, Guðlaugur Arnarsson besti varnarmaðurinn og fyrirliðinn Heimir Örn Árnason var valinn mikilvægasti leikmaðurinn. Þá var Bergvin Gíslason valinn besti leikmaður 2. flokks.

Nýjast