Svalbarðsstrandarhreppur Umhverfisviðurkenningar 2024 - Tilnefningar óskast
Umhverfis- og atvinnumálanefnd óskar eftir tillögum frá íbúum Svalbarðsstrandarhrepps til umhverfisviðurkenningar 2024. Annarsvegar fyrir snyrtilegt íbúðarhús og hinsvegar rekstraraðila og nærumhverfi þess.
Við biðjum ykkur að horfa í kringum ykkur og senda tillögur með stuttum rökstuðningi hvers vegna viðkomandi á skilið viðurkenningu. Einnig má senda inn ábendingu vegna einstaklinga sem hafa beitt sér eða unnið gott starf í þágu umhverfismála í sveitarfélaginu.
Athugasemdir