STYTTING FRAMHALDSSKÓLA; GRUNNUR AÐ GÓÐRI FRAMTÍÐ?

Mynd: haskoladagurinn.is
Mynd: haskoladagurinn.is

Stytting framhaldsskóla hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. Ýmist hafa einstaklingar og félagsamtök talað gegn styttingunni eða stutt hana. Við eftirfarandi athugun kom ýmislegt forvitnilegt á daginn.

 

Við fórum á stúfana og tókum viðtal við nemanda, Birtu Karen Gunnlaugsdóttur, 18 ára stúlku á þriðja ári sem stundar nám í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Hún hefur verið í tveimur menntaskólum  og segir að það mætti reyna að breyta kennsluháttum til að það næði til fleiri nema. Fyrirlestrar kennara séu gömul kennsluaðferð sem henti ekki í dag og mætti breyta því, nemendur hafa litla einbeitingu þar sem snjallsímar eru vinsælir í dag og auk þess að hlusta á kennara í heila klukkustund er ekki að fara að hjálpa þeim ef þeim finnst efnið ekki spennandi. Þegar spurt var hvernig henni litist á styttingu framhaldsskóla sagði hún að hún væri hlynnt því, þar sem 4 ár í framhaldsskóla væru óþarfi, enda hægt að stytta námið þó að það hefði lítil sem enginn áhrif á námið sem slíkt. Skólar í dag væru farnir að leyfa nemendum sínum að ráða hvort námið væri tekið á þremur eða fjórum árum og þá fengju nemendur að ráða meiru um framganginn. Hún telur að álagið við styttingu námsins sé ekkert áhyggjuefni.  Kvennaskólinn í Reykjavík hafi sem dæmi boðið nemendum val um þrjú eða fjögur ár, án þess að álagið verði óbærilegt eða bitni á undirbúningi nema fyrir háskólanám.


 

Meiri líkur á að nemendur klári á þremur árum

Birta telur meiri líkur á að nemendur klári framhaldsskólann, ef hann yrði þrjú ár frekar en fjögur ár og yrði meiri líkur á að fleiri nemendur myndu fara í háskóla, sökum þess að þeir yrðu ekki með eins mikinn skólaleiða, sem getur osakast á langri skólagöngu.  Þar sem nemendur komi úr tíu ára grunnskólanámi og eigi eftir að sitja á skólabekk í fjögur ár til viðbótar til að komast í háskólanám og þá fá þeir að velja hvað þeir vilja læra.  Nú sé hægt að fara t.d. í Keili og stunda þar háskólanám án þess að vera með stúdentspróf. Í dag sé allt hægt. Allir geti farið í háskóla burtséð frá stúdentsprófi eða ekki. 

 

Þegar spurt er út í aldur nemenda í háskóla og hvort hún telji að nemendur sem fari svona ungir í háskóla séu andlega tilbúnir í það þá telur Birta að sumir séu tilbúnir en auðvitað sumir ekki, eins og er með allt en þá sé hægt að taka sér árspásu , safna fyrir og/eða ferðast um heiminn og koma svo sterkir inn aftur til náms.  Henni finnst þessi pressa, þegar framhaldsskólanámi er lokið, um tvítugsaldurinn, að nemendur þurfi að vera í kappi við lífsklukkunna um að vera búnir að klára háskólanám fyrir einvern sérstakan aldur og vilji helst ekki vera enn í háskóla um þrítugt. Þeir sem viti hvað þeir vilja læra séu oftast þeir sem byrji í háskólanum strax en mjög margir hætti sökum þess að þeir séu ekki tilbúnir, svo það sé persónubundið hvort maður sé tilbúinn að fara ungur í háskóla eða taki tíma í að velja sér fag og safna peningi og komi svo inn síðar.
Framhaldsskólar í dag séu öðruvísi í dag en fyrir nokkrum árum, tölvur geri lífið mun betra og spari mikinn tíma nemanda. Það sé eitt af því sem auðveldi styttingu náms, þróun í námsskipulagi og skilvirkari tækni.

 

Iðnnám virðist almennt ekki samþykkt


Eins og fram kemur í viðtalinu að ofan, hafa þeir sem styðja styttingu framhaldsskóla bent á að styttingin geti dregið úr brottfalli nemenda. En á móti virðist koma sú staðreynd að brottfallið hafi ekkert með lengd námsins að gera, heldur megi fremur skýra brottfall með lélegum undirbúningi úr grunnskóla og óhemju mikilli áherslu á bóknám nemenda. Iðnnám virðist vera eitthvað sem almennt sé ekki samþykkt, þrátt fyrir að iðnnám veiti ákveðin starfsréttindi, eins og háskólanám. Þeir sem hætta í framhaldsskóla séu margir hverjir með einhverja námsörðuleika sem geri þeim erfitt fyrir að læra bóknám, og henti þá iðnnám betur. Menntakerfið á Íslandi í dag er fast á því að allir eiga að geta stundað bóknám, en staðreyndin sé sú að margir séu með námsörðugleika og eiga mjög erfitt með að læra bóknám og þess vegna henti annað nám þeim betur. En það þyki ekki eins gilt og bóknám. Menntakerfið þurfi að breyta sinni stefnu og ekki bara með því að fækka menntaskólaárum í þrjú heldur beri að lyfta iðnnámi á stall þannig að teljist jafngilt bóknámi. Engir tveir séu eins. Sama áhersla henti ekki  öllum.


 

Töf á þátttöku á atvinnumarkaði

Miðað við samanburð á OECD löndunum tekur það Íslendinga lengri tíma að ljúka grunn- og framhaldsskóla, sem síðan leiðir til hærri aldurs nemenda í háskólum, sem aftur leiðir til þess að þátttaka þeirra á atvinnumarkaðinum tefst um 1 – 2 ár, sagði Jón Axel Harðarson í pistli sínum á hugras.is .Barneignir eru tíðar hjá ungu fólki innanlands og hefjst fyrr en í nágrannalöndunum. Það getur frestað menntun og getur verið snúið að hefja aftur nám eftir pásu. Samkvæmt gögnum frá menntamálaráðuneytinu getur þetta leitt til þess að íslensk ungmenni fara fyrr út á atvinnumarkaðinn til að sjá fyrir sér og fjölskyldu.

 

Aftur á móti bendir Jón á þá staðreynd, að starfsaldur á Íslandi sé með því lengsta sem þekkist í samanburðarlöndunum, sem hamlar gegn rýrnun á verðmætasköpun. Reyndar er það þó staðreynd að margir menntaskólanemar byrja að vinna með skóla, sem einnig getur lengt starfsaldur. Enn eins og staðan er í dag þá þurfa margir að vinna með skóla til að  framfleyta sér,  sérstaklega  í háskóla.

 

Flestar deildir með inntökupróf

Hinar ýmsu deildir við Háskóla Íslands hafa tekið upp á því að hafa inntökupróf, enda  virðist það vera að stúdentspróf sé ekki næg trygging fyrir undirbúningi. Í þessu samhengi má reyndar benda á svokallaða “læknabraut“ í Menntaskólanum í Reykjavík, sem er hugsuð út frá læknanámi eða öðru námi í heilbrigðisgeiranum. Þeir sem útskrifast af þeirri braut, geta þó ekki staðfest inntöku sína í læknadeild HÍ, enda þurfa allir að þreyta sama inntökupróf.
Einnig er vert að minnast á þá breytingu sem er að eiga sér stað innan veggja Háskóla Íslands, en þar eru flestar deildir að setja á inntökupróf, til þess að sporna við þeim aukna fjölda nemenda sem sækir um. Ef menntaskólanám verður stytt um ár yrði sprenging í umsóknum um háskólanám. 



 

Betra væri að stytta grunnskóla

Til þess að stytta menntaskólann verður að benda á þá staðreynd, að með skemmri námstíma, hlýtur námsefnið að minnka. En þar sem að það virðist nú þegar vera farið að valda vandræðum, þá hafa margir spurt hvort ekki væri betra að stytta grunnskólann. Það er hugmynd sem hefur komið upp en ekki enn verið gert neitt í þeim málum. Í þessu samhengi hefur þó einnig verið bent á að hægt væri að færa hluta námsefnis niður í grunnskóla, en þá verður að sjálfsögðu að gera meiri kröfu á menntun grunnskólakennara. Grunnskólakennarar myndu eflaust ekki samþykkja það nema með hækkun launa þeirra sem er í dag ekki nógu góð miðað við háskólanámið sem fer í að það að læra grunnskólakennarann.

Greinin birtist fyrst á Landpóstinum vef nemenda við Háskólann á Akureyri.

 

Greinahöfundar:

Rebekka Rún Gunnlaugsdóttir

Sandra Þórólfsdóttir Beck

Nemendur við Háskólann á Akureyri

Nýjast