Alls nema styrkirnir um 33 milljónum en auk þeirra voru settir fjármunir í viðbragðssjóð sem hugsaður er fyrir aðstæður sem kunna að skapast á komandi sumri. Meðaltal styrkupphæða er heldur hærra en verið hefur undanfarin ár. Hæsta styrkinn, 6 milljónir króna vegna tveggja verkefna, fékk félagið Vinir Þórsmerkur vegna hönnunar göngubrúa yfir Markarfljót og viðhald göngustíga í Goðalandi.
Ferðamálastofa hefur úthlutað styrkjum til úrbóta á ferðamannastöðum árlega frá árinu 1995. Á þessum 17 árum hafa verið veittar yfir 700 milljónir til framkvæmda við 300 staði á landinu.