"Stressið fór á núll einni"

„Þetta var fín reynsla fyrir mig þó að úrslitin hafi ekki verið þau bestu,” segir Sveinbjörn Pétursson markvörður Akureyrar, sem spilaði sinn fyrsta „alvöru” landsleik er Ísland steinlá gegn Þjóðverjum ytra í undankeppni EM í handbolta sl. helgi.

Þar sem Björgvin Páll Gústafsson varð fyrir meiðslum var Sveinbjörn kallaður út til Þýskalands og var mættur tveimur tímum fyrir leik. Sveinbjörn kom inn á um miðjan fyrri hálfleikinn og spilaði einnig lokamínúturnar og varði átta skot.

„Það var smá hrollur í manni fyrst en þegar ég náði að verja fyrsta skotið að þá fór stressið á núll einni,” sagði Sveinbjörn.

Nánar er rætt við Sveinbjörn í Vikudegi á fimmtudaginn.

Nýjast