Á Austurlandi er lítið ferðaveður. Ófært og stórhríð á Fjarðarheiði, Vatnsskarði eystra, Öxi og Breiðdalsheiði. Stórhríð og þungfært er á Fagradal. Hálka eða snjóþekja er á öðrum leiðum. Á Suður- og á Vesturlandi eru flestir vegir greiðfærir. Hálkublettir og skafrenningur eru frá Hvalfjarðargöngum og yfir Holtavörðuheiði og éljagangur í Borgarfirði og í Dölum. Á Vestfjörðum eru vegir víðast auðir, þó er snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og mjög slæmt ferðaveður. Hálkublettir og skafrenningur er á Klettshálsi. Greiðfært er um vegi á Suðausturlandi, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.