Stofnfundur Landsbyggðarflokksins

Merki Landsbyggðarflokksins
Merki Landsbyggðarflokksins

Stofnfundur Landsbyggðarflokksins verður haldinn á laugardaginn.  Þar verður kjörin stjórn flokksins og bornar upp stofnsamþykktir. Ætlunin er að fundurinn verði haldinn með þátttöku fólks úr öllum þremur landsbyggðarkjördæmunum þannig að fundarstaðurinn verður ekki einn heldur nokkrir staðir á landsbyggðinni sem tengjast saman yfir netið. Vinna við stefnumótun, kynningu og skipan á framboðslista fer einnig að mestu fram á samstarfsvettvangi á netinu þannig að engu máli skiptir hvar á landinu menn búa - allir eiga að geta tekið þátt.

Eins og nafn flokksins gefur til kynna, mun Landsbyggðarflokkurinn setja málefni landsbyggðarinnar efst í forgangsröðun stefnumála. Stefnt er að því að bjóða fram framboðslista í nafni flokksins til næstu alþingiskosninga í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Það mun þó að nokkru ráðast af áhuga fólks í viðkomandi kjördæmum til að vinna að framboðsmálum og er æskilegt að áhugasamir gefi sig fram sem fyrst. 

Markmið Landsbyggðarflokkins

„Landsbyggðarflokkurinn elskar landsbyggðina og vill blása í hana lífi svo hún megi blómstra til hagsbóta fyrir alla þjóðina,“ segir í tilkynningu.

Nýjast