Stjórnvöld falli frá áformum um að leggja niður sjómannaafsláttinn

Sjómannadeild Framsýnar- stéttarfélags Þingeyinga samþykkti samhljóða  á aðalfundi sínum í gær ályktun um sjómannaafsláttinn og aðild atvinnurekenda að stjórnum lífeyrissjóða. Ályktunin er eftirfarandi:  

„Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar, stéttarfélags krefst þess að stjórnvöld falli frá áformum um að leggja niður sjómannaafsláttinn í áföngum á næstu árum. Þá beinir félagið þeim tilmælum til Sjómannasambands Íslands að ekki verði skrifað undir nýjan kjarasamning við LÍÚ, nema fyrir liggi yfirlýsing frá stjórnvöldum, um að þeir muni breyta lögum þannig að sjómannaafslátturinn fari að virka aftur með sambærilegum hætti og verið hefur.

Þá leggur Sjómannadeild Framsýnar áherslu á að Sjómannasambandið beiti sér fyrir því að stjórn Lífeyrissjóðsins Gildi verði skipuð sjóðfélögum með þekkingu á lífeyrissjóðsmálum og sem hafa hagmuna að gæta en ekki atvinnurekendum."

Nýjast