Stjórnlagaþingskosningar og fjölmiðlar

Í erindi sínu á félagsvísindatorgi í Háskólanum á Akureyri, gerir Birgir Guðmundsson grein fyrir niðurstöðum rannsókna sem hann gerði á fjölmiðlanotkun frambjóðenda fyrir stjórnlagaþingskosningarnar sl. haust. Fyrirlesturinn verður í N 102 á Sólborg á morgun miðvikudag kl. 12.00. Auk þess að gera grein fyrir helstu niðurstöðum mun Birgir velta upp spurningum um möguleika fjölmiðlakerfisins til að takast á við persónukosningar í einu kjördæmi.  

Birgir er dósent í fjölmiðlafræði við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og deildarformaður félagsvísindadeildar. Birgir er stjórnmálafræðingur og sagnfræðingur frá Essex í Bretlandi og lauk framhaldsnámi í stjórnmálafræði frá Manitóbaháskóla í Kanada. Hann hefur starfað við fjölmiðla í um tvo áratugi sem blaðamaður, fréttastjóri og ritstjóri. Birgir hefur unnið umtalsvert að faglegum málum fyrir  Blaðamannafélags Íslands, er m.a. formaður dómnefndar um Blaðamannaverðlaun Íslands.

Nýjast