Stjórn Sæness úthlutaði styrkjum til félagasamtaka

Stjórn Sæness ehf. úthlutaði styrkjum til félagasamtaka í Grýtubakkahreppi vegna ársins 2011, alls að upphæð 5 milljónir króna. Styrkveitingin fór fram í Jónsabúð um síðustu helgi. Það er ómetanlegt fyrir félagasamtökin að hljóta styrkina frá Sænesi á þessum samdráttartímum sem nú ríkja í þjóðfélaginu.  

Eftirtaldir styrkir voru veittir:
Hestamannafélagið Þráinn kr. 300.000.
Útgerðarminjasafnið á Grenivík kr. 300.000.
Laufás- og Grenivíkursókn kr. 400.000.
Björgunarsveitin Ægir kr. 400.000.
Grenivíkurgleðin kr. 600.000.
Íþróttafélagið Magni kr. 1.500.000.
Golfklúbburinn Hvammur kr. 1.500.000.

Þetta kemur fram á vef Grýtubakkahrepps.

Nýjast