Um er að ræða sveitakeppni og er teflt í fjórum deildum. Í fyrstu deild tefla 8 sveitir og fer hver viðureign fram á 8 borðum. Allir sterkustu
skákmenn landsins verða á meðal keppenda og má þar nefna Jóhann Hjartarson, núverandi Íslandsmeistara, Hannes Hlífar Stefánsson
og Héðinn Steingrímsson. Auk þess hafa sveitirnar erlenda meistara í sínum röðum. Gera má ráð fyrir að um 15 stórmeistarar
sitji að tafli í Brekkuskóla meðan mótið fer fram, þ.m.t. skákmenn frá Grikklandi, Frakklandi, Búlgaríu,Tékklandi, Hollandi,
Litháen, Úkraínu Svíþjóð og Danmörku.
Mótið hefst klukkan 20.00 í Brekkuskóla á morgun og mun Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri setja mótið
með því að leika fyrsta leikinn í viðureign heimamanna í Skákfélagi Akureyrar og Taflfélags Bolungarvíkur, sem teflir fram sterkustu
sveitinni á mótinu.