Félagið er stofnað samkvæmt heimild í lögum um stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir sem Alþingi samþykkti 16. júní 2010. Hluthafar eru Vegagerðin með 51% hlut og Greið leið ehf. með 49% hlut. Fram kom í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra að hann sé bjartsýnn á að ríkið fái lán til verkefnsins á hagstæðum kjörum og þá er hann bjartsýnn á að fá hagstæð tilboð í verkið. Kristján L. Möller alþingismaður og fyrrverandi samgönguráðherra var að vonum ánægður með þennan áfanga og hann er bjartsýnn á framhald verkefnsins.