Þetta er fyrsta einkasýning Stefáns en hann sagði að þetta yrði ekki hans síðasta sýning, þar sem viðtökurnar hafi verið svo góðar. Flestar myndirnar eru málaðar á þessu ári en þær elstu eru 3-4 ára. Stefán er þekktari fyrir að reka verktakafyrirtæki, sem m.a. sér um snjómokstur á Víkurskarði og einnig sem keppnismaður á vélsleða en að mála málverk. Hann notar einmitt mikið bíla-, véla- og trukkalakk við að mála myndir sínar. Sýningin er opin til kl. 18 í dag og verður opin á morgun mánudag og á þriðjudag frá kl. 14-18. Hún mun standa eitthvað lengur uppi og geta þeir sem áhuga hafa á að skoða eftir þriðjudag, haft samband við Stefán í síma 840-1590.