Starf bæjarritara á Akureyri lagt niður um áramót

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær, með 4 atkvæðum, að leggja af stöðu bæjarritara Akureyrarkaupstaðar frá og með næstu áramótum. Ólafur Jónsson fulltrúi D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.  


Fram kemur að samkomulag hafi náðst við bæjarritara (Karl Guðmundsson) um að hann gegni nýrri stöðu verkefnisstjóra innra eftirlits frá og með næstu áramótum. Hann mun einnig að hluta til gegna stöðu verkefnisstjóra innkaupa á meðan verkefnisstjórinn er í fæðingarorlofi. Bæjarstjóra og starfsmannastjóra var falið að ganga frá málinu.

Nýjast