SR stöðvaði sigurgöngu SA Víkinga

SR stöðvaði sigurgöngu SA Víkinga er liðin mættust í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld á Íslandsmóti karla í íshokkí. Lokatölur leiksins urðu 5:2 SR í vil. Þetta var fyrsta viðureign stórveldanna í vetur í deildinni. SR hefur þar með tekið forystu í deildinni með 12 stig, þremur stigum meira en Víkingar en norðanmenn hafa leikið einum leik minna. Nánar verður fjallað um leikinn og Íslandsmótið í íshokkí í Vikudegi nk. fimmtudag.

Nýjast