SR stöðvaði sigurgöngu SA Víkinga er liðin mættust í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld á Íslandsmóti
karla í íshokkí. Lokatölur leiksins urðu 5:2 SR í vil. Þetta var fyrsta viðureign stórveldanna í vetur í deildinni. SR hefur
þar með tekið forystu í deildinni með 12 stig, þremur stigum meira en Víkingar en norðanmenn hafa leikið einum leik minna. Nánar verður
fjallað um leikinn og Íslandsmótið í íshokkí í Vikudegi nk. fimmtudag.
Ágætis aðsókn er yfir sumarmánuðina á Útgerðarminjasafnið á Grenivík. Talsvert fleiri komu við á safninu í júní miðað við sama mánuði í fyrra en svipaður fjöldi gesta sótti safnið heim í júlí. Veður hefur áhrif á aðsókn segir Björn Ingólfsson formaður stjórnar safnsins.
Menntastefna Akureyrarbæjar frá árinu 2020 gildir út árið 2025. Nú er hafin vinna við endurskoðun stefnunnar og ber fræðslu- og lýðheilsuráð ábyrgð á þeirri vinnu í umboði bæjarstjórnar. Stýrihópur hefur verið skipaður og honum sett erindisbréf.
Umhverfislistaverk var formlega afhjúpað á Gömlu bryggju á Grenivík í einmunablíðuá dögunum, hægviðri og hiti fór yfir 20 gráður. Afhjúpunin var í tengslum við árlega Grenivíkurgleði.
Áætlun aukavagns á leið 6 (skólavagn) verður seinkað um 15 mínútur frá og með mánudeginum 1. september nk. Vagninn mun leggja af stað úr miðbæ kl. 07:55. Er þetta gert vegna þess að MA seinkaði byrjun skóladags núna, eins og VMA var búin að gera eða til kl. 08:30.
Sveitarfélagið Norðurþing og bresk-norska félagið GIGA-42 Ltd. hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu gagnavers á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Um er að ræða fyrsta fasa á gervigreindarveri á 4,3 hektara lóð með 50 MW raforkuþörf en GIGA-42 þarf að semja við Landsvirkjun um afhendingu rafmagns til verkefnisins. Það voru Bergþór Bjarnason, staðgengill sveitarstjóra Norðurþings og William Tasney forstjóri GIGA-42 sem undirrituðu viljayfirlýsinguna á Húsavík í morgun.
Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) hefur eftir samtöl við hagsmunaaðila og endurmat á forsendum ákveðið að fresta byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar um að minnsta kosti 5 ár.
Hermann Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf. í júní er Gústaf Baldvinsson lét af störfum eftir að hafa stýrt félaginu frá stofnun, árið 2007. Ice Fresh Seafood er sölu- og markaðsfyrirtæki Samherja.
Fyrir byggðarráði Norðurþings liggja drög að viljayfirlýsingu sveitarfélagsins við gagnaversfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í starfsemi á norðurslóðum, um byggingu gagnavers á Bakka.