04. febrúar, 2011 - 23:00
Fréttir
SR minnkaði forskot SA Víkinga niður í tvö stig með 5:4 sigri í uppgjöri toppliðanna í kvöld á Íslandsmóti karla
í íshokkí en liðin mættust í Skautahöllinni í Laugardal. SR hefur nú 30 stig í öðru sætinu en SA Víkingar 32 stig
á toppnum, þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðin munu eigast við í úrslitakeppninni í mars en berjast nú um
heimaleikjaréttinn.
Egill Þormóðsson og Gauti Þormóðsson sáu um markaskorun SR í leiknum, Egill með þrjú og Gauti tvö. Mörk SA
Víkinga skoruðu þeir Stefán Hrafnsson, Björn Jakobsson og Gunnar Darri Jónsson.
Liðin mætast aftur á morgun kl. 18:30 í Skautahöllinni í Laugardal.