Spennandi lóð í boði

Á þessu svæði má vænta 4-5 hæða byggingar sem hýsa mun verslun og þjónustu    Mynd Vikublaðið
Á þessu svæði má vænta 4-5 hæða byggingar sem hýsa mun verslun og þjónustu Mynd Vikublaðið

Akureyrarbær auglýsir  í dag byggingarrétt á Hlíðarbraut 4 (fyrir austan Ak-Inn) og óskar eftir umsóknum um lóðina  sem er tæplega 6.500m2 en þar má byggja 4-5 hæðir auk bílakjallara. Bygginingarmagn er 7.6872m2 ofanjarðar  og 2.562m2 neðanjarðar eins og segir i auglysingu.

Tilboðum skal skilað í gegnum útboðsvef bæjarins í seinsta lagi  þann 12 janúar n.k. kl 12 á hádegi. Hver hlýtur ,,hnossið“ eins og  segir í auglýsingu bæjarins kemur svo fljótlega í ljós i kjölfarið.

Vefurin hefur heyrt af miklum áhuga meðal verktaka  og fjárfesta  svo það verður mjög spennandi að fylgjast með framvindu mála,  sjá hver hlýtur hnossið,  bauð best.


Athugasemdir

Nýjast