21. desember, 2010 - 15:40
Fréttir
Sparisjóður Ólafsfjarðar og Sparisjóður Siglufjarðar færðu Menntaskólanum á Tröllaskaga tvö listaverk að gjöf á
dögunum í tilefni af opnun skólans. Sem kunnugt er hóf skólinn starfsemi nú í haust og er þar af leiðandi yngsti framhaldsskóli
landsins. Skólinn starfar í Ólafsfirði og þrátt fyrir að hafa aðeins verið starfræktur í skamman tíma útskrifaði
hann nú fyrir jólin fyrsta stúdentinn.
Sparisjóðirnir tveir tóku höndum saman um listaverkagjöfina til skólans sem er að andvirði 500 þúsund króna. Ákveðið
var að leita til listamanna í Fjallabyggð og fyrir valinu urðu tvö málverk eftir listamennina Bergþór Morthens og Guðrúnu
Þórisdóttur (Garún). Þess má geta að Bergþór Morthens er bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2010.