4. sept - 11. sept - Tbl 36
Sólin skín og vindur blæs
Það er óhætt að segja sem svo að það blási ansi hressilega hér i bæ enda hefur samkvæmt mælum Veðurstofu Íslands vindhraðinn slegið í 27 metra hér í kviðum og þó aðeins hafi lægt s.l. klukkustundina eru enn 10 metrar á klst og fer i 20 metra í kviðum. Veður lægir svo enn frekar með kvöldinu og á morgun má vænta mjög bærilegs veðurs, það verður lengst af bjartviðri en þó en svalara en í dag.
Þessu roki fylgir góður lofthiti og fór hann hæðst upp í 20,4 stig í morgun samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands.
Eitt og annað lauslegt hefur fokið og eitthvað er um að hærri tré eins og aspir hafi látið á sjá. Hjólhýsið sem sjá má á mynd sem fylgir þessari frétt stóðst ekki blásturinn og lagðist á hliðina í Naustahverfi.
Helgin verður fín en þó fer að kólna ásíðdegis á sunnudag og þannig heldur áfram á mánudag. Líklega er best að hætta frekari skrifum um veðurútlit næstu viku hér og nú en benda þó lesendum á að leita að úlpum og hlýjum fatnaði, það gæti verið gott að hafa þannig fatnað klárt á þriðjudag!
Athugasemdir