Sólbakur til hafnar með rúm 100 tonn

Sólbakur EA, ísfisktogari Brims, kom til heimahafnar á Akureyri í morgun. Togarinn var á veiðum fyrir austan land og aflinn eftir um 5 daga veiðiferð rúmlega 100 tonn, uppistaðan þorskur. Ráðgert er að Sólbakur haldi á miðin á ný annað kvöld.

Nýjast