23. júní, 2010 - 19:50
Fréttir
Sniglabandið hefur aldarfjórðungs afmælisveislu sína á Græna hattinum á laugardagskvöldið kl. 22. Farið verður yfir sögu
hljómsveitarinnar í tali og tónum. Rifjað verður upp eitt og annað sem á daga þessarar litríku hljómsveitar hefur drifið.
Ævintýrin, ruglið, píurnar og poppararnir. Ekkert dregið undan nema þegar rótararnir pissuðu í viskíflösku. Það verður
ekkert sagt frá því. Afmælisfagnaðurinn stendur í allt sumar.