Í gærkvöld fékkst staðfest að leikmaður meistaraflokks Þórs/KA hefur smitast af covid-19. Hún var síðast á æfingu ásamt öðrum leikmönnum og þjálfurum á föstudag, en fann fyrir einkennum um helgina og fór í próf í gær. Niðurstaðan úr því reyndist jákvæð. Þetta kemur fram á vef Þórs.
Strax og þessar upplýsingar lágu fyrir voru gerðar allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir varðandi þá leikmenn og þjálfara sem umgengust hana dagana fyrir veikindin. Leikmenn og þjálfarar munu fara í skimun í dag og verða í svokallaðri úrvinnslusóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir.