Dalvíski grínarinn Sigurvin Fíllinn Jónsson hefur komið sér upp myndarlegu safni á heimili sínu á Eyrinni á Akureyri. Sigurvin safnar m.a. módelum, leikfangabílum og tindátum en hann segir áhugann hafa kviknað fyrir um sex árum. Blaðamaður Vikudags heimsótti Sigurvin. Ég hef alltaf verið mikill safnari og safnaði t.d. frímerkjum og leikfangabílum þegar ég var lítill gutti. Svo óx maður upp úr því eins og gengur og gerist.
Það var svo fyrir nokkrum árum að ég var að þvælast á netinu og sá leikfangabíla til sölu. Ég keypti nokkra og hef varla stoppað síðan. Í framhaldi af því fór ég að kaupa mér eitt og eitt módel og það vatt síðar upp á sig," segir Sigurvin.
Nánar um málið í prentútgáfu Vikudags.