Sigurður vann fyrri skákina örugglega, en Smári náði fram hefndum í þeirri síðari. Þar sem enn var jafnt var gripið til bráðabana. Í lokaskákinni hafði Sigurður hvítt og sex mínútur til umhugsunar, en Smári hafði 5 mínútur og svörtu mennina og nægði honum jafntefli til að hafa sigur. Sigurður missteig sig á mikilvægu augnabliki í bráðabanaskákinni og lauk henni með sigri Smára, sem þar með hampar hinum eftirsótta titli í fyrsta sinn.
Fráfarandi skákmeistari Akureyrar er Rúnar Sigurpálsson, en hann varð hinsvegar hraðskákmeistari bæjarins á dögunum, og það í fjórða sinn í röð. Auk eivígisins um Akureyrartitilin var einnig teflt einvígi um meistarartitilinn í öldungaflokki, 60 ára og eldri. Þar bar Hjörleifur Halldórsson sigurorð af Karli Steingrímssyni, vann aðra skákina, en hinni lauk með jafntefli.
Næsta verkefni skákmanna á Akureyri er Íslandsmót skákfélaga, en síðustu þrjár umferðir þess verða tefldar í Reykjavík 4. og 5. mars. Þar á a-sveit félagsins í harðri baráttu um að halda sæti sínu í 1. deild; b-sveitin er meðal efstu liða í 3. deild, þar sem öldugasvsit félagsins telfir einnig. Ungilgasveit félagsins keppir svo í 4. deild.