17. febrúar, 2011 - 15:34
Fréttir
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður flutt í heimavistarhús Hrafnagilsskóla síðar á þessu ári. Sveitarfélagið hefur
auglýst eftir tilboðum í að framkvæma breytingar og innréttingar á 2. hæð heimavistarhússins. Innrétta á skrifstofur í
húsnæðinu sem er 246 m². Verktíminn er frá mars til 20. júní en tilboð í verkið verða opnuð þann 1. mars nk.