Auk þess er vert að benda sérstaklega á Ævintýraflokka fyrir 11-14 ára en þar er dagskráin þéttskipuð og meðal nýjunga er óvissuferð og sund á Hrafnagili. Öllu starfsfólki Hólavatns er tryggður fjölbreyttur undirbúningur. Lögð er áhersla á fræðslu um þroska barna og unglinga, á hagnýt mál eins og skyndihjálp og brunavarnir, heilsuvernd og hreinlæti. Þá sækja allir starfsmenn námskeiðið „Verndum þau" sem byggir á samnefndri bók og fjallar um barnaverndarmál.
Skráning hófst 26. mars sl. og nú þegar er búið að skrá tæplega 100 börn en gert er ráð fyrir 150-200 börnum í sumar. Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins http://www.kfum.is/ og skráning fer fram alla virka daga í síma 588-8899 og á http://www.skraning.kfum.is/.