22. ágúst, 2007 - 10:55
Fréttir
Á fundi skólanefndar Akureyrarbæjar nú í vikunni lá fyrir uppgjör á rekstri skólamötuneyta miðað við 31. júlí 2007 og útgönguspá fyrir árið. Í ljósi þessara upplýsinga kom fram tillaga um að gjaldskrá skólamötuneytanna yrði hækkuð um 12% og mánaðarkort verði lögð af. Þrátt fyrir þessa hækkun er gert ráð fyrir að skólamötuneytin þurfi að hagræða í rekstri til að endar nái saman.
Skólanefnd samþykkti fyrir sitt leyti að gjaldskrá skólamötuneytanna hækkaði um 12% og mánaðaráskrift verði lögð af vegna lítillar nýtingar. Haraldur Ingólfsson fulltrúi foreldra óskaði bókað að hann lýsti vonbrigðum með að niðurstöður könnunar á hagkvæmni sameiginlegra innkaupa sem skólanefnd bókaði um 19. febrúar sl. lá ekki fyrir þegar ákvörðun um þessa hækkun var tekin.