Skólahald fellt niður í Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit

Eyjafjarðarsveit.
Eyjafjarðarsveit.

Allt skólahald í Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit liggur niðri á í dag sökum viðvarana frá Almannavörnum og Veðurstofunni vegna óveðurs. Skólahald á Akureyri er hins vegar samkvæmt áætlun.

Útlit er fyrir að veður verði skaplegt í Eyjafirði nú í morgunsárið en skelli síðan á með látum fyrir hádegi og fram eftir degi. Samkvæmt Veðurstofunni er appelsínugul viðvörun í gangi á svæðinu frá klukkan 10:00-22:00.


Nýjast