Skoða uppsetningu á nýju gámasalerni fyrir sumarið

Rauði hringurinn á myndinni sýnir hvar fyrirhugað er að koma upp sex salernum í Lystigarðinum á Akur…
Rauði hringurinn á myndinni sýnir hvar fyrirhugað er að koma upp sex salernum í Lystigarðinum á Akureyri

Einungis tvö salerni eru fyrir almenning í Lystigarðinum á Akureyri, „og löngu vitað að þau duga ekki fyrir allan þann fjölda sem garðinn sækir,“ segir Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild.

Á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs nýverið var lagt fram minnisblað varðandi fjölgun salerna í Lystigarðinum, en ráðið telur brýnt að bæta salernisaðstöðu í garðinum fyrir sumarið.

Jón Birgir segir að verið sé að skoða hvort gámasalerni með sex salernum henti, en gámurinn yrði klæddur með standandi klæðningu líkt og þau hús sem fyrir eru í garðinum.

Nýjum salernum yrði komið fyrir ofarlega í garðinum, í námunda við inngang næst  Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Vonandi næst að koma þessu upp fyrir sumarið,“ segir Jón Birgir.

Hann nefnir einnig að verið sér að skoða möguleika á sleppisvæði fyrir rútur við Þórunnarstræti, svo þær þurfi ekki lengur að fara um bílastæði á lóð Menntaskólans á Akureyri


Athugasemdir

Nýjast