Fyrst um sinn verður opið í Andrésarbrekku og meðfram Fjarkanum og einnig töfrateppið fyrir yngsta skíðafólkið. Fleiri brekkur verða tilbúnar fljótlega. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, sagði í morgun að aðstæður sem og veður í fjallinu sé gott. Reiknaði hann þannig með því að hægt yrði að framleiða snjó fram á kvöld. Á morgun og um helgina spáir hláku en Guðmundur sagði að það myndi ekki hafa áhrif á starfsemina í fjallinu. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnaði 6. desember í fyrra.