Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli lokað vegna veðurs

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er lokað í dag vegna veðurs. Fyrir hádegi var þar tveggja stiga hiti og 18-25 m/sek. Skíðasvæðið verður opið á morgun mánudag og fram til fimmtudags milli kl. 10 og 19, á gamlársdag frá kl. 10-15 og á nýársdag frá kl. 11-16. Á gamlársdag verður farin blysför niður skíðabrekkurnar, þegar gestir fara síðustu ferð ársins um kl. 14.45.

Nýjast