Keppendur af Norðurlandi voru sigursælir á Skíðamóti Íslands sem fram fór í Bláfjöllum um helgina. Í alpagreinum var Íris Guðmundsdóttir SKA í aðalhlutverki í kvennaflokki en í karlaflokki var það Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson sem var yfirburðarmaður.
Íris vann þrefalt, í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni en Björgvin varð fjórfaldur meistari en hann sigraði í svigi, stórsvigi, samhliðasvigi og í alpatvíkeppni. Í samhliðasvigi kvenna var það María Guðmundsdóttir frá SKA sem sigraði.
Í skíðagöngu unnu þau Veronika Lagun og Brynjar Leó Kristinsson frá SKA tvenn gullverðlaun hvor. Veronika sigraði með hefðbundinni aðferð og í göngutvíkeppni í kvennaflokki en Brynjar sigraði í göngutvíkeppni og með frjálsri aðferð í karlaflokki.
Þá sigraði sveit Akureyrar örugglega í gær er keppt var í boðgöngu, en sveitina skipuðu þeir Andri Steindórsson, Vadim Gusev og Brynjar Leó Kristinsson. Ólafsfirðingar urðu í öðru sæti og í þriðja sæti varð A-sveit Ísafjarðar.
Hér að neðan má sjá helstu úrslit mótsins.
AlpagreinarSvig:
Karlar1. Björgvin Björgvinsson Dalvík
2. Brynjar Jökull Guðmundsson SKRR
3. Magnús Finnsson Akureyri
Konur1. Íris Guðmundsdóttir SKA
2. Thelma Rut Jóhannsdóttir Ísafirði
3. Inga Rakel Ísaksdóttir SKA
Karlar 17-19 ára1. Magnús Finnsson SKA
2. Sigurgeir Halldórsson SKA
3. Jón Gauti Ástvaldsson SKRR
Konur 17-19 ára1. Fanney Guðmundsdóttir SKRR
2. Erla Guðný Helgadóttir SKRR
3. Inga Rakel Ísaksdóttir SKA
Stórsvig:
Karlar1. Björgvin Björgvinsson Dalvík
2. Sturla Snær Snorrason RVK
3. Gísli Rafn Guðmundsson RVK
Konur1. Íris Guðmundsdóttir SKA
2. Katrín Kristjánsdóttir SKA
3. María Guðmundsdóttir SKA
Karlar 17-19 ára1. Sigurgeir Halldórsson SKA
2. Magnús Finnsson SKA
3. Unnar Már Sveinbjarnarsson Dalvík
Konur 17-19 ára1. Katrín Kristjánsdóttir SKA
2. María Guðmundsdóttir SKA
3. Fanney Guðmundsdóttir
SkíðagangaSprettganga:
Karlar1. Sævar Birgisson SÓ
2. Kristján Hauksson SÓ
3. Gunnar Birgisson Ullir
Konur1. Silja Rán Guðmundsdóttir SFÍ
2. Svava Jónsdóttir SÓ
3. Magnea Guðnjörnsdóttir SÓ
Frjáls aðferð:
Karlar1. Brynjar Leó Kristinsson SKA
2. Sævar Birgisson SÓ
3. Sigurbjörn Þorgeirsson SÓ
Konur1. Magnea Guðbjörnsdóttir SÓ
2. Veronika Lagun SKA
3. Svava Jónsdóttir SÓ
Karlar 17-19 ára1. Gunnar Birgisson Ullur
2. Sindri Freyr Kristinsson SKA
Hefðbundin aðferð:
Karlar1. Sævar Birgisson SÓ
2. Andri Steindórsson SKA
3. Daníel Jakobsson SFÍ
Konur1. Veronika Lagun SKA
2. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir SFÍ
3. Svava Jónsdóttir SÓ
Karlar 17-19 ára1. Gunnar Birgisson Ullur
2. Sindri Freyr Kristinsson SKA
3. Kristinn Þráinn Kristjánsson SKA
Göngutvíkeppni:
Karlar1. Brynjar Leó Kristinsson SKA
2. Sævar Birgisson SÓ
3. Sigurbjörn Þorgeirsson SÓ
Konur1. Veronika Lagun SKA
2. Svava Jónsdóttir SÓ
3. Magnea Guðbjörnsdóttir SÓ
Piltar 17-19 ára1. Gunnar Birgisson Ullur
2. Sindri Freyr Kristinsson SKA
3. Kristinn Þráinn Kristjánsson SKA