Skíðamót Íslands: Úrslit

Keppendur af Norðurlandi voru sigursælir á Skíðamóti Íslands sem fram fór í Bláfjöllum um helgina. Í alpagreinum var Íris Guðmundsdóttir SKA í aðalhlutverki í kvennaflokki en í karlaflokki var það Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson sem var yfirburðarmaður.

Íris vann þrefalt, í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni en Björgvin varð fjórfaldur meistari en hann sigraði í svigi, stórsvigi, samhliðasvigi og í alpatvíkeppni. Í samhliðasvigi kvenna var það María Guðmundsdóttir frá SKA sem sigraði.

Í skíðagöngu unnu þau Veronika Lagun og Brynjar Leó Kristinsson frá SKA tvenn gullverðlaun hvor. Veronika sigraði með hefðbundinni aðferð og í göngutvíkeppni í kvennaflokki en Brynjar sigraði í göngutvíkeppni og með frjálsri aðferð í karlaflokki.

Þá sigraði sveit Akureyrar örugglega í gær er keppt var í boðgöngu, en sveitina skipuðu þeir Andri Steindórsson, Vadim Gusev og Brynjar Leó Kristinsson.  Ólafsfirðingar urðu í öðru sæti og í þriðja sæti varð A-sveit Ísafjarðar. 

Hér að neðan má sjá helstu úrslit mótsins.

Alpagreinar

Svig:

Karlar

1.      Björgvin Björgvinsson Dalvík

2.      Brynjar Jökull Guðmundsson SKRR

3.      Magnús Finnsson Akureyri

Konur

1.      Íris Guðmundsdóttir SKA

2.      Thelma Rut Jóhannsdóttir Ísafirði

3.      Inga Rakel Ísaksdóttir SKA

Karlar 17-19 ára

1.      Magnús Finnsson SKA

2.      Sigurgeir Halldórsson SKA

3.      Jón Gauti Ástvaldsson SKRR

Konur 17-19 ára

1.      Fanney Guðmundsdóttir SKRR

2.      Erla Guðný Helgadóttir SKRR

3.      Inga Rakel Ísaksdóttir SKA

 

Stórsvig:

Karlar

1.      Björgvin Björgvinsson Dalvík

2.      Sturla Snær Snorrason RVK

3.      Gísli Rafn Guðmundsson RVK

Konur

1.      Íris Guðmundsdóttir SKA

2.      Katrín Kristjánsdóttir SKA

3.      María Guðmundsdóttir SKA

Karlar 17-19 ára

1.      Sigurgeir Halldórsson SKA

2.      Magnús Finnsson SKA

3.      Unnar Már Sveinbjarnarsson Dalvík

Konur 17-19 ára

1.      Katrín Kristjánsdóttir SKA

2.      María Guðmundsdóttir SKA

3.      Fanney Guðmundsdóttir

Skíðaganga

Sprettganga:

Karlar

1.      Sævar Birgisson SÓ

2.      Kristján Hauksson SÓ

3.      Gunnar Birgisson Ullir

Konur

1.      Silja Rán Guðmundsdóttir SFÍ

2.      Svava Jónsdóttir SÓ

3.      Magnea Guðnjörnsdóttir SÓ

Frjáls aðferð:

Karlar

1.      Brynjar Leó Kristinsson SKA

2.      Sævar Birgisson SÓ

3.      Sigurbjörn Þorgeirsson SÓ

Konur

1.      Magnea Guðbjörnsdóttir SÓ

2.      Veronika Lagun SKA

3.      Svava Jónsdóttir SÓ

Karlar 17-19 ára

1.      Gunnar Birgisson Ullur

2.      Sindri Freyr Kristinsson SKA

Hefðbundin aðferð:

Karlar

1.      Sævar Birgisson SÓ

2.      Andri Steindórsson SKA

3.      Daníel Jakobsson SFÍ

Konur

1.      Veronika Lagun SKA

2.      Hólmfríður Vala Svavarsdóttir SFÍ

3.      Svava Jónsdóttir SÓ

Karlar 17-19 ára

1.      Gunnar Birgisson Ullur

2.      Sindri Freyr Kristinsson SKA

3.      Kristinn Þráinn Kristjánsson SKA

Göngutvíkeppni:

Karlar

1.      Brynjar Leó Kristinsson SKA

2.      Sævar Birgisson SÓ

3.      Sigurbjörn Þorgeirsson SÓ

Konur

1.      Veronika Lagun SKA

2.      Svava Jónsdóttir SÓ

3.      Magnea Guðbjörnsdóttir SÓ

Piltar 17-19 ára

1.      Gunnar Birgisson Ullur

2.      Sindri Freyr Kristinsson SKA

3.      Kristinn Þráinn Kristjánsson SKA

  

Nýjast