06. september, 2010 - 09:22
Fréttir
Skemmdir voru unnar á tveimur bekkjum í nótt, sem staðsettir eru við Sundlaug Akureyrar. Þegar starfsfólk kom til vinnu í morgun, var búið
að henda bekkjunum úr töluverðri hæð ofan í rampinn við íþróttahúsið við Laugagötu. Ekki létu þeir sem
þarna voru að verki þar við sitja, heldur hentu gangstéttarhellum ofan á bekkina, til að ná að skemma þá almennilega. Um er að
ræða trébekki á járngrind.