Skallagrímur lagði Þór í mikilvægum leik

Skallagrímur hafði betur gegn Þór er liðin mættust í Borgarnesi í kvöld í 1. deild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 87:78 fyrir Borgnesinga. Óðinn Ásgeirsson var besti maður Þórs í leiknum með 22 stig og 13 fráköst en fyrir Skallagrím var Darrell Flake atkvæðamestur með 37 stig og 14 fráköst. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að það stefnir í spennandi baráttu sæti í úrslitakeppninni.

 

Þór er áfram í öðru sæti deildarinnar með 20 stig þrátt fyrir tapið, en Skallagrímur er nú aðeins tveimur stigum á eftir með 18 stig í þriðja sæti deildarinnar, líkt og Breiðablik sem vann 102:71 sigur gegn Ármanni í kvöld.

Bæði Breiðablik og Skallagrímur eru í baráttunni við Þór um fjögur laus sæti í úrslitakeppninni, ásamt FSu og Val, og eiga öll fjögur liðin leik til góða á Þór. Úrslit kvöldsins voru því ekki hagstæð Þórsurum.

Nýjast