16. desember, 2010 - 17:32
Fréttir
Sjómenn á fimm skipum Samherja hf., Björgúlfi, Björgvin, Vilhelm þorsteinssyni, Oddeyrinni og Snæfelli hafa afhent styrki til þriggja
aðila á Akureyri, alls um 1.430 þúsund krónur. Þeir sem nutu örlætis áhafnanna fyrir þessi jól voru:
Mæðrastyrksnefnd kr. 930.000.-, Ljósberinn í Akureyrarkirkju kr. 300.000.- og fjölskylda á Akureyri kr. 200.000.-.
Það var Jóhannes Jónsson skipverji á Vilhelm Þorsteinssyni sem að afhenti styrkina fyrir hönd áhafna skipanna og með fylgdi
skjal sem á stóð m.a. "Það er okkur sönn ánægja að veita ykkur þennan styrk því við vitum að hann á eftir að
koma sér mjög vel. Þið eruð vel af þessum styrk komin enda eruð þið að vinna frábært og ómetanlegt starf."