Sjálfkjörið í stjórn Einingar-Iðju og nýr varaformaður

Björn Snæbjörnsson.
Björn Snæbjörnsson.

Á hádegi í dag, föstudaginn 2. mars, lauk skilafresti á listum eða tillögum um menn í stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarráðs Einingar-Iðju fyrir starfsárið 2012-2013. Ekki bárust tillögur eða listar annar en frá trúnaðarráði og teljast þeir félagsmenn sem trúnaðarráð hefur gert tillögu um sjálfkjörnir. Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju og Halldóra H. Höskuldsdóttir ritari, voru kjörin í stjórn til tveggja ára á aðalfundi félagsins í fyrra. Matthildur Sigurjónsdóttir, sem verið hefur varaformaður félagins, ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og mun því láta af störfum sem varaformaður á aðalfundi félagsins þann 17. apríl nk. Anna Júlíusdóttir, sem verið hefur formaður Matvæla- og þjónustudeildar félagsins, mun taka við sem varaformaður félagsins. Nýkjörin stjórn tekur því við félaginu á næsta aðalfundi, sem fram fer fimmtudaginn 17. apríl nk. kl. 20.00 í Menningarhúsinu HOFI á Akureyri. Þetta kemur fram á vef félagsins.

Nýjast