Sex frá SKA á HM unglinga

Alpagreinanefnd Skíðasambands Íslands hefur valið ellefu keppendur til þátttöku á HM unglinga sem fram fer í Sviss og hefst þann 30. janúar nk. Sex af keppendunum koma frá SKA, en það eru þau Sigurgeir Halldórsson, Róbert Ingi Tómasson, Sturla Snær Snorrason, Magnús Finnsson, María Guðmundsdóttir og Katrín Kristjánsdóttir.

Aðrir keppendur eru Jón Gauti Ástvaldsson, Einar Kristinn Kristgeirsson, Fanney Guðmundsdóttir og Freydís Halla Einarsdóttir frá SKRR og Erla Ásgeirsdóttir frá BBL. Valið var eftir stöðu á heimslista FIS og árangri vetrar.

 

Nýjast