Þó nokkuð af selum voru á Pollinum á Akureyri í gær þegar Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari átti þar leið um. Selir vekja iðulega lukku meðal vegfarenda þegar þeir gera sig sýnilega.
Engar úrbætur hafa verið gerðar á athafnasvæði Auto ehf. að Setbergi á Svalbarðsströnd, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur þar um frá heilbrigðisnefnd. Álagðar dagsektir hafa ekki innheimst og er innheimta hluta þeirra komin í lögfræðilegt ferli.
„Skólinn er búinn og sumarfríið að byrja og vinirnir Páll og Bjarni ganga saman heim síðasta skóladaginn. Þeir hafa verið duglegir að bera út blöð í vetur og eru fyrir löngu búnir að ákveða hvað verður keypt, já fyrir löngu. Strákarnir ætla í veiðibúðina á morgun, jafnvel í dag, þar sem þeir ætla að kaupa fyrst flugustöng og svo kaststöng. Vinirnir ætla að veiða eins mikið og þeir geta í allt sumar…“
Kveldúlfur er ný tónlistarhátíð sem verður haldin á Hjalteyri á morgun laugdaginn, 12. júlí. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru þau Sara Bjarnason verkefnastjóri og Vikar Mar bóndi á Ytri Bakka og listmálari.
„Þörfin fyrir að stækka við okkur húsnæði var löngu tímabær. Eftir mikla leit og vangaveltur varð húsnæði við Baldursnes 2 fyrir valinu, enda hentar það okkar starfsemi einkar vel. Þar getum við sameinað spítala fyrir bæði gæludýr og stór dýr. Við erum hæst ánægð með flutninginn í nýtt húsnæði sem og okkar viðskiptavinir,“ segir Helga Berglind Ragnarsdóttir dýralæknir og einn eigandi Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, Dýrey.
„Við verðum betur í stakk búinn til að sækja fram, að auka okkar starfsemi og efla hana,“ segir Jón Ingvi Árnason sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Höfðhverfinga. Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa undirritað samrunaáætlun um sameingingu sjóðanna og tekur hún mið af stöðu sjóðanna í upphafi árs. Sameinaður sparisjóður fær nafni Smári sparisjóður en verður áfram markaðsettur undir merkjum Sparisjóðanna.
Hrafnhildur Jónsdóttir á Akureyri, móðir tveggja fatlaðra drengja skrifar pistil á Facebookvegg sinn í morgun sem hefur vakið mikla athygli. Hrafnhildur gaf samþykki fyrir birtingu pistils hennar hér.