Í framhaldinu verður kynningar- og upplýsingarherferð hleypt af stokkunum, þar sem efnt verður til uppýstrar og málefnalegrar umræðu um aðild Íslands að sambandinu. Ný vefsíða Já Ísland var opnuð og sagt frá kynningar- og upplýsingaherferð sem fundurinn er upphaf að, auglýsingum, greinaskrifum, heimsóknum á vinnustaði, fundahöldum og fleiru í þeim dúr.
Ragnheiður Ríkharsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flutti upphafserindi. Auk Rangheiðar fluttu fjölmargir þekktir og minna þekktir einstaklingar örstutt innlegg m.a. Óttarr Proppé pönkari og borgarfulltrúi, Iðunn Steinsdóttir rithöfundur, Jón Ágúst Þorsteinsson forstjóri Marorku, Margrét guðmundsdóttir framkvæmdastjóri IcePharma og formaður Félags atvinnurekenda, Dóri DNA, Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors og Gauti Kristmannsson. Fundinum lauk með ávarpi, Jón Steindór Valdimarssonar, sem opnaði nýja heimasíðu átakins - http://www.jaisland.is/ Samtökin sem standa að kynningarátakinu eru Evrópusamtökin, Evrópuvakt Samfylkingarinnar, Sjálfstæðir Evrópumenn, Sterkara Ísland og Ungir Evrópusinnar.