Sigurður Guðmundsson lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar um að 1. málsgrein í 2. grein Samþykktar um kattahald falli út og í staðinn komi: "Lausaganga katta er bönnuð á Akureyri." Tillagan var borin upp og felld með 9 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista. Halla Björk Reynisdóttir L-lista sat hjá við afgreiðslu.
Sigurður lagði þá fram aðra tillögu, um að 1. málsgrein í 2. grein falli út og í staðinn komi: "Lausaganga katta er bönnuð á Akureyri á tímabilinu 1. maí til 1. júlí ár hvert." Tillagan var borin upp og felld með 8 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista. Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.