07. nóvember, 2010 - 10:58
Fréttir
Framkvæmdaráð hefur fyrir sitt leyti samþykkt drög að framlengingu á samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarkaupstaðar um
þjónustu sjúkraflutningamanna við sjúkraflug með sjúkraflugvélum innanlands. Samningurinn gildir frá og með 1. janúar 2011 til og
með 31. desember 2011.
Á sama fundi framkvæmdaráðs Akureyrar sl. föstudag, var lagt fram bréf frá Birni Óla Haukssyni forstjóra Isavia ohf um uppsögn
á þjónustusamningi um viðbúnaðarþjónustu, vegna niðurskurðar og breytinga á flugvallarreglugerð. Framkvæmdaráð
samþykkti að fela Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi að vinna áfram að málinu.