Samningur um samstarf í menningarmálum verði framlengdur óbreyttur

Stjórn Akureyrarstofu hefur samþykkt fyrir litt leyti tillögu menntamálaráðuneytisins, þess efnis að fyrri samningur um samstarf ríksins og Akureyrarbæjar í menningarmálum verði framlengdur óbreyttur um eitt ár. Þetta verði gert í ljósi þess að ekki liggi fyrir hver framlög til nýs samnings á ári 2 og 3 geti orðið.  

Jafnframt að lengri samningur muni ekki breyta framlögum ársins 2011. Hins vegar verði nýjum samningi lokið fyrir 1. ágúst nk. Stjórn Akureyrarstofu leggur hins vegar áherslu á að þegar verði látið reyna á hvort ráðuneytið taki yfir kostnað vegna skylduskila sem Amtsbókasafnið annast fyrir hönd ríkisins en Akureyrarbær tekur þátt í að greiða og að nýr 3ja ára samningur liggi fyrir eigi síðar en 1. ágúst nk. eins og endurnýjunartillagan gerir ráð fyrir.

Nýjast