Samningur um rekstur Áfangastaðastofu

Fulltrúar SSNV, Markaðsstofu Norðurlands og SSNE við undirritun samningsins.
Fulltrúar SSNV, Markaðsstofu Norðurlands og SSNE við undirritun samningsins.

Samningur milli Markaðsstofu Norðurlands og landshlutasamtakanna SSNV og SSNE um rekstur Áfangastaðastofu var undirritaður á dögunum.  Áfangastaðastofur eru samstarfsvettvangur sveitarfélaga, ríkis og atvinnugreinarinnar og er markmiðið með stofnun þeirra að efla stoðkerfi ferðaþjónustunnar og stuðla að jákvæðum framgangi hennar.

Meðal hlutverka eru gerð áfangastaðáætlana, að koma að gerð stefnumótunar í ferðaþjónustu, þarfagreining rannsókna, vöruþróun og nýsköpun, mat á fræðsluþörf auk þess að sinna svæðisbundinni markaðssetningu og vera grunneining í stoðkerfi ferðamála í landshlutunum, segir í tilkynningu.

„Það er mikið fagnaðarefni að samstaða hefur verið á Norðurlandi um að halda áfram úti markvissu starfi fyrir landshlutann í heild sinni undir merkjum Norðurlands eða North Iceland eins og verið hefur frá árinu 2003 þegar Markaðsstofan var stofnuð. Stefna MN verður óbreytt, að aukning verði á vægi ferðaþjónustu allt árið sem tryggi uppbyggingu innviða, greiðar samgöngur, fleiri heilsársstörf og meiri framlegð í greininni. Ein af grundvallarforsendum þess er að beint áætlunarflug hefjist til Norðurlands,“ segir ennfremur í tilkynningu.


Athugasemdir

Nýjast