18. mars, 2011 - 11:58
Fréttir
Síðdegis í gær var undirritað í Hlíðarfjalli gjafaafsal sem felur í sér að Samherji hf. gefur Akureyrarbæ til fullrar eignar og
umráða nýtt nestishús sem risið hefur á skíðasvæðinu. Húsið skal vera til afnota fyrir alla skíðaiðkendur og
sér í lagi afdrep og nestisaðstaða fyrir nemendur í skíðaskólum sem reknir eru á svæðinu.
Andrésarskólinn og samsvarandi starfsemi á vegum Skíðafélags Akureyrar skulu hafa afnot af húsinu fyrir þann búnað sem skólinn
á og notaður er við skíðakennslu barna á svæðinu.