Samfylkingin fagnar stofnun félags um Valaheiðargöng

Samfylkingin á Akureyri fagnar þeim mikilvæga áfanga, sem stofnun félags um Vaðlaheiðargöng eru fyrir samgöngu- og atvinnumál á svæðinu. Með Vaðlaheiðargöngum tengjast saman atvinnusvæði í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum með öruggari hætti en nú er.  

Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi í gærkvöld. Þar segir ennfremur: "Það styrkir mjög Norðurland sem heildstætt atvinnusvæði og er auk þess gríðarlegt öryggismál fyrir samgöngur, sérstaklega að vetrarlagi. Hófleg gjaldskylda er ásættanleg til að þessi framkvæmd komist á dagskrá nú þegar með þeim kostum sem því fylgir varðandi atvinnumál á svæðinu. Atvinnuleysi er of mikið í landinu þessi misseri og því mikilvægt að framkvæmdir geti hafist á sem flestum sviðum ekki síst í samgöngumálum. Samfylkingin á Akureyri átelur að formenn félagasamtaka á borð við FÍB, tali þessar framkvæmdir niður í fjölmiðlum, í stað þess að fagna framkvæmdum sem stuðla að auknu umferðaröryggi."

Nýjast